Upphaflega voru það fyrst og fremst íþróttamenn sem notuðu stera. Sterar hafa lengi verið til enda kom testósterón fyrst fram á sjónarsviðið árið 1934 en hinir ýmsu sterar urðu vel þekktir 1960-1970.Með tímanum hefur sú þróun átt sér stað að notendur sækjast fyrst og fremst eftir bættu útliti. Í sænskri rannsókn var reynt að skilgreina samspil steranotkunar við aðra lyfjanotkun. Tekin voru viðtöl við steranotendur sem voru í endurhæfingu hjá stofnun vegna lyfjanotkunar. Í rannsókninni kom í ljós að ástæður þess að steranotendur tóku stera voru afar mismunandi og upplifun notenda á virkni og aukaverkunum var einnig afar mismunandi. Eini sameiginlegi þátturinn sem allir steranotendur áttu var mikil löngun til þess að æfa mikið. Fram kom í samantekt á rannsókninni að mikilvægt væri að læknar væru vel að sér í öllu sem varðar steranotkun og áhrifa þeirra á aðra lyfjanotkun til þess að vinna traust neytandans. Sænsku rannsakendurnir bentu einnig á mikilvægi þess að læknar forðuðust fyrirfram ákveðnar hugmyndir um steranotendur vegna þess hversu breiðan hóp væri um að ræða og ástæður steranotkunarinnar væru margar.
(Substance Abuse Treatment, Prevention, and Policy 3:24, vefútgáfa, 2008)
Breiður hópur sem notar stera
