Stundum er sagt að það að halda sér í formi snúist um heilbrigðan lífsstíl. Líklega er nokkuð mikið til í því vegna þess að þeir sem fitna á annað borð eru ekki líklegri til að sleppa úr þeirri gildru án þess að breyta um lífsstíl. Ástæðan er sú að 95% þeirra sem fara í megrun og taka sig á í ræktinni guggna á átakinu og enda í sömu þyngdarsporum að ári liðnu.
Í Bandaríkjunum er öflug starfsemi í kringum Nutrisystem, Jenny Craig, SlimFast og Weight Watchers þar sem fólk tekst á við aukakílóin. Þessi samtök hafa sum starfað í áratugi og veita í dag ómetanlegar upplýsingar. Fólk sem hefur náð að létta sig snýr að lokum aftur til samtakana – stundum aftur og aftur þegar endalausir megrunarkúrar hafa mistekist. Efnaskiptum í líkamanum er stjórnað af stöðvum í heilanum sem reyna að halda jafnvægi á orku- og næringarefnum sem fást í gegnum fæðuna. Þessar heilastöðvar stjórna hungur- og saðningartilfinningum.
Matarfíkn færist í vöxt og fjölmargir eru háðir ofneyslu á mat.
Nú stefnir í að meirihluti landsmanna verði þjakaður af offitu með öllum þeim vandamálum sem henni fylgja og því má fullyrða að þær ráðstafanir sem hið opinbera hefur gert til að sporna við þessari þróun eru greinilega ekki að virka. Allt stefnir í að meirihluti landsmanna verði of þungur eða offeitur og því er ljóst hvert við stefnum.
Bragðmiklar fæðutegundir auka dópamín í heilanum en dópamín virkar örvandi, kveikir löngun í mat og veldur þráhyggjuhugsunum sem valda því að fólk hefur ekki stjórn á sér í nágrenni við mat.
Matarfíkn færist í vöxt og fjölmargir eru háðir ofneyslu á mat. Jose Lerma-Cabrera og félagar við Autónoma de Chile háskólann í Santíago endurskoðuðu útgefnar rannsóknir á þessu sviði og ályktuðu sem svo að bragðmikill matur væri ávanabindandi á sambærilegan hátt og eiturlyf. Bragðmiklar fæðutegundir auka dópamín í heilanum en dópamín virkar örvandi, kveikir löngun í mat og veldur þráhyggjuhugsunum sem valda því að fólk hefur ekki stjórn á sér í nágrenni við mat. Viðvarandi örvun dópamíns setur jafnvægið á milli hungur- og saðningartilfinninga úr jafnvægi sem veldur ofáti og ofneyslu hitaeininga. Neikvæð áhrif af völdum ávanans skipta þar engu máli. Fólk nær ekki að hætta að borða þrátt fyrir vilja til þess. Rétt eins og eiturlyf gera þá er matarfíkn alvarlegt vandamál sem á sér enga einfalda lausn frekar en eiturlyfjavandinn sjálfur. Það þýðir hinsvegar ekki að menn eigi fyrirfram að gefast upp.
(Nutrition Journal, 15:5, 2016)