Site icon Fitness.is

Austurríki og Osló í sviðsljósinu um helgina

Íslenskir keppendur keppa á tveimur vígstöðvum um helgina. Um 15 keppendur halda til Oslo til þess að keppa á Oslo Grand Prix móti með um 100 keppendum og Kristín Kristjánsdóttir keppir í Austurríki á IFBB International Austria Cup 2011.

Keppt er bæði í fitness karla, kvenna og vaxtarrækt. Flestir voru að keppa um síðustu helgi á Íslandsmótinu og keppa nú á erlendri grund. 

Einhver vandræðagangur var á sumum keppenda sem voru að fara til Osló þar sem flugi var seinkað og líklega koma sumir keppenda ekki fyrr en seint og síðar meir til Osló. Af Kristínu Kristjáns og Sigurði Gestssyni sem fóru til Austurríkis í gær er hinsvegar það að frétta að þau eru komin á keppnisstaðinn og eru í góðu yfirlæti. Töluvert var fjallað um mótið í fjölmiðlum í Austurríki og sérlega mikið fjallað um Kristínu í blöðum þar í landi. 

Úrslit munu birtast hér þegar þau liggja fyrir en það verður líklega á laugardagskvöld.

Exit mobile version