Í Bandaríkjunum hefur formfitness orðið til þess að auka keppendafjölda og ennfremur auka áhuga stuðningsaðila og áhorfenda á keppnisgreininni og þannig orðið þessum keppnisgreinum til vegsauka. Að sögn Wayne DeMilia sem er varaforseti atvinnumannadeildar IFBB fóru 25-30% fitnesskeppenda yfir í formfitness á síðasta ári og nú þegar hafa um 50 gerst atvinnumenn. Ein af ástæðunum fyrir því að keppendur hafa tekið þessari keppnisgrein vel, er sú að álag á líkamann í þjálfun er ekki eins mikið og í íþróttafitness þar sem ekki er þörf á að gera danslotu. Á síðasta Íslandsmóti var augljóst að talsverður fjöldi keppenda flutti sig úr íþróttafitness yfir í formfitness og því sama þróun hér og erlendis, en vonandi geta þessar tvær greinar þrifist áfram þar sem mikill sjónvarsviptir væri af því að missa danslotuna alveg út úr fitnesskeppnunum.
Atvinnumannadeild í formfitness stofnuð hjá IFBB
