Site icon Fitness.is

Aspirín hindrar þróun krabbameins í blöðruhálskirtli

Samkvæmt rannsókn sem vísindamenn við Harvardháskólann og Kvensjúkrahúsið í Boston er minni hætta á að deyja úr krabbameini í blöðruhálskirtli hjá þeim sem taka aspirín þrjá daga í viku.

Aspirín hefur hinsvegar engin áhrif á það hvort sjúkdómurinn komi upp eða ekki.

Aspirínið minnkaði líkurnar á að deyja um 39% hjá hjá karlmönnum sem greindust með krabbameinið á fyrri stigum.

Aðrar rannsóknir hafa sýnt að dagleg notkun aspiríns dregur úr líkunum á krabbameini í blöðruhálskirtli um 8% og hafði mesta virkni hjá 65 ára og eldri karlmönnum.

Ofnotkun á aspiríni getur valdið innvortis blæðingum og magasári og því er ekki ráðlegt að taka aspirín til lengri tíma nema í samráði við lækni.
(Skýrsla sem kynnt var á ráðstefnu American Society of Clinical Oncology Genitourinary Cancers Symposium í janúar 2016)

Exit mobile version