Site icon Fitness.is

Árleg læknisskoðun er talin sóun á fé

sjukrahus, læknir,Hefðbundin læknisskoðun sem fjölmargir hafa fyrir venju að fara í árlega í Bandaríkjunum er ekki endilega sú forvörn sem talið var. Nýlega gagnrýndi Ezekíel Emanuel forstöðumaður Pennsylvaníuháskóla gildi læknisskoðunarinnar. Rannsóknir á áhrifum læknisskoðana á árunum 1963-1999 sýna enga fylgni á milli árlegra dauðsfalla eða dauðsfalla vegna krabbameina og hjartasjúkdóma. Þar af leiðandi hafa sumar stofnanir ekki gefið út neinar ráðleggingar varðandi árlegar læknisskoðanir.

Læknisskoðanir hafa engin áhrif á tíðni algengra dánarorsaka eins og slysa eða sjálfsmorða. Þær hafa ekki heldur áhrif á króníska sjúkdóma á borð við Alzheimer sjúkdóminn. Hinsvegar auka þær hættuna á ofgreiningum eða röngum sjúkdómsgreiningum sem kosta heilbrigðiskerfið mikla fjármuni sem og ónefnd óþægindi sjúklingana. Frávik í blóðprufum leiða oftast til frekari prófana sem geta kostað gríðarlega fjármuni án þess að skila nokkrum árangri í flestum tilvikum. Í stað árlegra læknisskoðana ætti fremur að leggja áherslu á heilbrigðan lífsstíl sem stuðlar að langlífi en hann felst í reglulegri hreyfingu, árlegri flensusprautu, hollu mataræði og ristilspeglun á tíu ára fresti eftir fimmtugt.
(The New York Times, 9 janúar 2015)

Exit mobile version