Heimsmeistarakeppnin í fitness þetta árið verður haldin 4-7. október í Brno í Tékklandi. Tveir keppendur eru að undirbúa sig þessa dagana fyrir keppnina, en það eru þær Anna Margrét Ólafsdóttir og Heiðrún Sigurðardóttir. Þær stöllur eru fremstar meðal jafningja hér á landi þegar fitnesskeppendur eru annars vegar. Anna og Heiðrún eru báðar frá Akureyri og æfa þar í Vaxtarræktinni undir strangri stjórn Sigurðar Gestssonar. Ennfremur var ætlunin að senda keppanda í nýja Body Fitness flokkinn þar sem ekki er keppt í danslotu en að sögn Sigurðar Gestssonar er óvíst hvort hægt verði að halda utan með keppanda í þeim flokki. Einar Guðmann mun ennfremur halda utan til þess að dæma á heimsmeistaramótinu fyrir hönd Íslands.
Anna Margrét og Heiðrún á heimsmeistaramótið í fitness
