Site icon Fitness.is

Alanín amínósýran dregur úr þreytu í æfingum

Alanín er ekki ein af lífsnauðsynlegu amínósýrunum en kann að vera mjög nauðsynleg engu að síður fyrir þá sem stunda æfingar. Hún virðist auka frammistöðu í erfiðustu æfingunum með því að jafna út áhrif sýra í vöðvunum samkvæmt ályktun Jay Hoffman og félaga við Háskólann í Mið-Flórída en þeir endurskoðuðu rannsóknir á þessu sviði. Þeir félagar telja einnig hugsanlegt að virkni amínósýrunnar felist í því að hún stuðli að aukningu karnósíns. Karnósín er myndað úr alanín-amýnósýrunni og er mikilvægt andoxunarefni sem ver frumur gegn eyðileggingu og jafnar út áhrif sýra sem valda þreytu í vöðvum. Hugsanlega er ástæða þess að alanín eykur þol að hún eykur karnósíninnihald vöðva. Þessi amínósýra er ef til vill ekki ein af lífsnauðsynlegu amínósýrunum en hún lofar góðu fyrir þá sem stunda líkamsrækt og íþróttamenn sem byggja árangur sinn á þoli.

(Current Sports Medicine Reports, 11:189-195, 2012)

Exit mobile version