Site icon Fitness.is

Afsökunarbeiðni formanns lyfjaráðs ÍSÍ

Forsvarsmönnum Alþjóðasambands líkamsræktarmanna hér á landi hefur borist afsökunarbeiðni frá Skúla Skúlasyni formanni lyfjaráðs ÍSÍ. Skúli sendi hana til Fréttablaðsins sem neitaði að birta hana. Hún fer hér á eftir:“Mig langar að koma á framfæri leiðréttingu og athugasemd vegna fréttar Fréttablaðsins um steranotkun í fitness. Þar er ranglega haft eftir mér um að 60% iðkenda í fitness falli á lyfjaprófum í keppni, það sem sagt var að um 60% fall væri í prófum í fitness keppni og þar sem aðeins lítill hluti þátttakenda er prófaður er ekki hægt að heimfæra þá tölu upp á heildina. Eftir þessa fullyrðingu hefur mér hinsvegar orðið ljóst að þarna hef ég farið ranglega með tölur sem er verulega óheppilegt og setur rangan stimpil á stóran hóp íþróttafólks sem stundar fitness á Íslandi. En Alþjóðasamband líkamsræktamanna (IFBB) á Íslandi, sem heldur flest fitnessmót á Íslandi hefur reglulega fengið lyfjaeftirlit á mótum sínum síðan árið 2000 og þar hefur fall ekki verið nálægt því að vera 60%. Ég vil því biðja forsvarsmenn IFBB á Íslandi afsökunar á þessari rangfærslu hjá mér og vona að samstarf okkar við þá verði gott hér eftir sem hingað til.“

Virðingarfyllst, Skúli Skúlason Formaður Lyfjaráðs ÍSÍ

Exit mobile version