Brad Shoenfeld og félagar við Lehman háskólann í New York komust að því í safngreiningarrannsókn þar sem niðurstöður margar rannsókna voru teknar saman að æskilegasta tímalengd lyftu væri frá hálfri sekúndu upp í átta sekúndur.
Nýmyndun vöðva jókst ekki jafn mikið ef æft var hægar en 10 sekúndur í samanburði við það að lyfta hraðar. Vísindamennirnir voru sammála um að þörf væri á frekari rannsóknum áður en hægt væri að fullyrða hver væri æskilegasta tímalengdin á lyftu.
(Sports Medicine, vefútgáfa 20. janúar 2015.)