Blóðþrýstingur í hvíld getur lækkað um 5-10% í kjölfar þolæfinga samkvæmt rannsókn sem gerð var við Háskólann í Toronto. Sama rannsókn sýndi fram á að þolæfingar lækka blóðþrýsting í hvíld hjá fólki sem er á mörkum þess að mælast með háþrýsting (slagbilsþrýstingur á milli 120 og 140 og þanbilsþrýstingur á milli 80 og 90). Góð lóðaæfing getur líka lækkað blóðþrýsting á hvíldartímanum eftir æfinguna og rannsóknin sýndi fram á mikla fylgni æfinga við lækkun blóðþrýstings að þeim loknum og langvarandi lækkun blóðþrýstings í hvíld. Æfingar koma þannig ekki í stað annarra úrræða heilbrigðiskerfisins við miklum háþrýstingi en skila engu að síður árangri.
(Medicine & Science in Sports & Excercise, 44:1644-1652, 2012)