Leikarinn og Ríkisstjórinn Arnold Schwartzenegger segir frá því í myndinni Pumping Iron, sem fjallar um hann þegar keppni í vaxtarrækt var hans ær og kýr, að hann hafi ekki komist á jarðarför föður síns vegna þess að það hefði raskað æfingaáætluninni. Honum var þó slegið við á dögunum af fólki sem æfir í svokölluðu 24 hour Fitness Center í Bandaríkjunum. Þar hélt fólk áfram að æfa eins og ekkert hefði í skorist eftir að miðaldra maður hneig niður og lést þegar hann var að æfa í tækjasalnum. Maðurinn lá á miðju gólfinu en það kom ekki í veg fyrir að fólkið á hlaupabrettunum eða stigvélunum hætti að brenna sínum hitaeiningum þetta er að sjálfsögðu hneyksli! Fólkið hefði nú í það minnsta getað tékkað á manninum á milli setta.
(New York Post, 14 maí, 2003)