Site icon Fitness.is

Þungar lóðaæfingar hraða efnaskiptum í tvo daga

Ýmsir fræðingar halda því fram að styrktarþjálfun – lyftingar – hafi ekki sama gildi fyrir fitubrennslu og skokk, hjólreiðar eða púl í þrekvélum. Vísindamenn við Háskólann í Wisconsin-La Crosse kynntu nýverið niðurstöður rannsóknar sem sýnir hið gagnstæða þar sem niðurstöðurnar benda til að efnaskipti séu mun hraðari í allt að tvo daga eftir lyftingaæfingu.

Efnaskiptahraði var metinn með mælingum á súrefnisnotkun. Æfingar auka efnaskiptahraða líkamans með því að hækka hitastig vöðva og örva virkni sundrunarprótína sem auka hitaeiningabrennslu.

Hraði efnaskipta í líkamanum ræður miklu um holdarfar þar sem aukinn hraði þýðir hraðari og meiri brennsla hitaeininga. Til lengri tíma ræður efnaskiptahraðinn miklu um fjölgun eða fækkun aukakílóa. Vöðvamassi sem næst með lóðalyftingum hraðar grunnbrennslunni og hefur því til lengri tíma litið jákvæð áhrif á líkamlegt atgervi.
(Eur J Appl Physiol, 86: 411-417)

Exit mobile version