Site icon Fitness.is

Þrekmeistaramót 5. nóvember

Haldið verður Þrekmeistaramót í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 5. nóvember 2005. Verðandi þrekmeistarar geta farið að stefna á þessa dagsetningu og skipuleggja æfingaplönin með tilliti til þess.Reikna má með að breyting verði gerð á dagskránni á laugardeginum frá því sem verið hefur vegna fjölda þátttakenda. Á síðasta þrekmeistaramóti kom berlega í ljós að vegna fjölda (vinsælda) keppenda var keppnin orðin full löng. Er því fyrirhugað að skipta henni upp í einstaklings- og liðakeppni með hléi á milli. Nánari dagskrá verður auglýst síðar, en ætla má að einstaklingskeppnin hefjist að morgni laugardagsins og að liðakeppnin fari fram síðar um daginn. Frekari upplýsingar veitir Einar Guðmann 846 1570

Exit mobile version