Site icon Fitness.is

Sjónvarp í svefnherberginu eyðileggur kynlífið

Þegar svefnherbergisleikfimin er annars vegar er ekki gefið að vandamál sem rísa upp eða kannski öllu heldur rísa ekki upp séu öll líffræðilegs eðlis. Ítalskir kynlífsfræðingar hafa komið fram með tilgátu sem kann að skýra hvers vegna sumir elskast oftar en aðrir.Þeir hafa nefnilega komist að því að fólk sem er með sjónvarp í svefnherberginu elskast helmingi sjaldnar en annað fólk. Ítölsku kynlífsfræðingarnir spurðu fólk sem var með sjónvarp í svefnherberginu út í það hvaða áhrif það hefði á kynlífið. Meðalfjöldi ástarleikja hjá fólki sem var með sjónvarp í svefnherberginu var fjögur skipti í mánuði. Þeir sem ekki voru með sjónvarp elskuðust hinsvegar átta sinnum í mánuði. Greinilegt var að dagskráin hefur líka veruleg áhrif á kynlöngunina því ofbeldisfullir þættir draga verulega úr löngun til þess að stunda ástarleiki á meðan raunveruleikasjónvarp hafði þriðjungi minni letjandi áhrif heldur en aðrir dagskrárliðir. Reuters.com 16. janúar 2006.

Exit mobile version