
Nýtt eintak komið út

Það er víða komið við í nýjasta tölublaði Fitnessfrétta. Á forsíðunni og í viðtali í Nærmynd er Edda Ásgrímsdóttir sem stefnir á keppni í módelfitness. Fjölda fróðlegra greina er að finna í blaðinu en enginn ætti að láta umfjöllun um siðareglurnar í ræktinni framhjá sér fara.
Það hefur aukist að blaðið sé lesið á fitness.is og ýmsar breytingar hafa verið gerðar á vefnum í takt við breytingarnar á blaðinu. Stór hluti þess efnis sem er í blaðinu endar á fitness.is sem er stærsti vefur landsins fyrir áhugafólk um líkamsrækt og heilsu.
Markmið Fitnessfrétta er að hvetja almenning til að stunda líkamsrækt, hreyfingu og heilbrigða lífshætti.