Site icon Fitness.is

Fitnessfréttir 4.tbl.2014


FF4TBL2014_vef_900pxNýjasta eintakið af Fitnessfréttum er komið á vefinn. Prentuðu útgáfunni af blaðinu verður dreift í æfingastöðvar á föstudaginn og á landsbyggðinni í næstu viku. Blaðið er troðfullt af fróðlegu og skemmtilegu efni að venju. Á forsíðunni er Rannveig Hildur Guðmundsdóttir sem hefur komið sterkt fram á sjónarsviðið í módelfitness á þessu ári. Arnold Björnsson tók forsíðumyndina. Við tökum fyrir helstu mistök unglinga í ræktinni að þessu sinni. Fullorðnir geta þó hæglega verið að vaða sömu villustigu og hætt er við að gerist hjá byrjendum í ræktinni og hafa því líklega jafn gott af að lesa greinina. Einnig fjöllum við um rangar ráðleggingar í ræktinni, æfingar, mataræði og það nýjasta á sviði rannsókna sem varðar líkamsrækt, næringu og bætiefni.

Ef einhver er ekki að fá prentaða eintakið af blaðinu í æfingastöðinni sinni er velkomið að senda póst á fitness@fitness.is.

 

 

Exit mobile version