Site icon Fitness.is

Kviðfita og lágt testosterón eru oft samferða

Fat man profile view on grungy background

Testósterón hormónið gegnir mikilvægu hlutverki í að byggja upp vöðva og heldur fitu í skefjum. Testósterón er í misjöfnu formi. Testósterón sem bindur sig á prótín í blóðvökva (serum hormone binding Glubulin – SHBG) er ekki jafn skilvirkt og laust testósterón.

Eftir þrítugt fer framleiðsla á testósteróni hjá körlum að dragast saman og hlutfall bundins testósteróns fer hækkandi. Samtímis missa karlar vöðvamassa og fitna hægt og rólega. Spurningin er hvort testósterón eitt og sér dragi úr fitusöfnun eða hvort það hafi áhrif á virkni insúlíns á úrvinnslu kolvetna og fitu.

Vísindamenn við Læknaháskólann í suðvestur-Texas komust að því að hækkandi gildi SHBG hafði forspárgildi um kviðfitusöfnun. Magn lausa testósterónsins hafði ekki forspárgildi fyrir óeðlileg insúlínefnaskipti. Höfundar rannsóknarinnar lögðu fram þá tilgátu að testósterónmeðferð í lyfjaformi gæti hjálpað miðaldra körlum að viðhalda vöðvamassa og sporna við fitusöfnun.

(J Clin Endocrinol Metab. 87: 4522-4527)

Exit mobile version