Kjörþyngdarstuðull (BMI) er formúla sem notaðuð er til að meta hlutföll þyngdar og hæðar sem gefur til kynna holdarfar. Hann er reiknaður með því að deila þyngd í kílóum í hæðina í metrum í öðru veldi. Stuðullinn er helst notaður af heilbrigðisstarfsfólki til að meta þróun offitu.
Kjörþyngdarstuðullinn er ekki marktækur fyrir þá sem eru vöðvastæltari en almennt gerist. Hann gerir nefnilega ekki greinarmun á vöðvum og fitu. Massaður vaxtarræktarmaður í heimsklassa myndi þannig mælast í offituflokki. Ekki einungis offituflokki, heldur svokölluðum sjúklegum-offituflokki. Ronnie Coleman sem er einn frægasti vaxtarræktarmaður allra tíma félli þannig í sjúklega-offituflokkinn þrátt fyrir að hafa einungis 5% fituhlutfall.
Kjörþyngdarstuðullinn er einfaldur og þægilegur mælikvarði á holdarfar þeirra sem ganga meðalveginn í vöðvamassa. Hann er hinsvegar ónothæfur til að meta holdarfar íþróttamanna og stæltra.
(Medicine Science Sports Exercise, 39: 403-409)
Kjörþyngdarstuðullinn (BMI)er ekki nothæfur fyrir íþróttamenn
