Site icon Fitness.is

Kjörþyngdarstuðullinn (BMI)er ekki nothæfur fyrir íþróttamenn

Kjörþyngdarstuðull (BMI) er formúla sem notaðuð er til að meta hlutföll þyngdar og hæðar sem gefur til kynna holdarfar. Hann er reiknaður með því að deila þyngd í kílóum í hæðina í metrum í öðru veldi. Stuðullinn er helst notaður af heilbrigðisstarfsfólki til að meta þróun offitu.
Kjörþyngdarstuðullinn er ekki marktækur fyrir þá sem eru vöðvastæltari en almennt gerist. Hann gerir nefnilega ekki greinarmun á vöðvum og fitu. Massaður vaxtarræktarmaður í heimsklassa myndi þannig mælast í offituflokki. Ekki einungis offituflokki, heldur svokölluðum sjúklegum-offituflokki. Ronnie Coleman sem er einn frægasti vaxtarræktarmaður allra tíma félli þannig í sjúklega-offituflokkinn þrátt fyrir að hafa einungis 5% fituhlutfall.
Kjörþyngdarstuðullinn er einfaldur og þægilegur mælikvarði á holdarfar þeirra sem ganga meðalveginn í vöðvamassa. Hann er hinsvegar ónothæfur til að meta holdarfar íþróttamanna og stæltra.
(Medicine Science Sports Exercise, 39: 403-409)

Exit mobile version