Site icon Fitness.is

Keyrir um á gömlum Land Rover og safnar vínilplötum

Í nærmynd er Hrannar Ingi Óttarsson Íslandsmeistari unglinga í sportfitness.

Aldur og fyrri störf?

Ég er 19 ára gamall. Vann sem handlangari á Egilstöðum hjá pípara í 3 sumur en síðustu tvö sumur hef ég verið að vinna hjá Innnes og séð um kaffivélar á Norðurlandinu, gera við þær, þjónusta þær og selja kaffi og fleira.

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalin á Akureyri.

Fjölskylduhagir?

Mamma og pabbi eru svo heppin að fá að hafa mig heima meðan ég er í skóla. Ég bý líka upp í sveit hjá tengdaforeldrunum mínum. Á svo líka tvær eldri systur sem geta allt og eru oftast mjög skemmtilegar…

Helstu áhugamál?

Ég á mjög mikið af áhugamálum. Þau helstu eru líkamsrækt, mótorsport, útivist og að keyra um á gömlum Land Rover – það er alveg toppurinn á tilverunni!

Uppáhalds tónlist?

Hef mjög gaman af gömlu rokki, safna t.d vinyl plötum og gömlum kassettum enn annars hlusta ég á allt frá Ladda upp að kolsvörtu bófarappi.

Uppáhaldskvikmynd?

Þessi er erfið! Rocky myndiarnar eða Mad Max.

Hvaða bók tækirðu með á eyðieyju?

Úff ætli það væri ekki Mission Earth eða bara Fjör og frískir vöðvar – klassík.

Hvernig er fullkomin helgi?

Vakna í sveitinni og fara á krossarann og fjórhjólið með Jönu kærustu minni, borða svo steik og bernés hjá tengdó og taka svo ísrúnt á elsta Land Rovernum, ný bónuðum að sjálfsögðu, og enda svo í bíó eða bíómynd heima með eðlu og nammi.

Hver er uppáhalds veitingastaðurinn?

Salatsjoppan á Akureyri er í miklu uppáhaldi eins og er.

Uppáhalds óholli maturinn?

Empire State hamborgarinn á Roadhouse og auka franskar ásamt eftirrétti kemur efst í huga.

Uppáhalds holli maturinn?

Folaldakjöt frá B.JENSEN og sætar.

Hvenær ferðu á fætur á morgnana?

Á keppnistímabili alltaf 5:25 en venjulega 6:40.

Hefur þú lent í vandræðalegu augnabliki?

Já það má segja að það sé frekar vandræðalegt að ég hafi googlað „vandræðalegar sögur“ því mér datt ekkert vandræðalegt í hug. …vandræðalegt.

Leikhús eða bíó?

Bíó klárlega.

Uppáhalds-íþróttamaður?

Horfi mikið upp til Samir Bannout enn hann var langt á undan sinni samtíð þegar hann vann Mr. Olympia 1983. Ótrúlega fallegur líkami.

Hvernig er týpýskur dagur hjá þér?

Vakna 6:40 alla virka daga og ekki mínútu seinna, borða hafragraut sem hún Jana mín gerir fyrir okkur, svo er það skólinn. Eftir skóla er það ræktin að vana og svo er oftast komið að kvöldmat enn eftir kvöldmat meal preppum við og græjum okkur fyrir næsta dag eða horfum á þætti eða mynd.

Dagblöð eða netið?

Netið

Kjöt eða fiskur?

Bæði

Uppáhaldsdrykkur?

Celsius drykkurinn frá Fitnessvefnum alveg klárlega.

Hvaða bók ertu með á náttborðinu?

Principles of human anatomy og svona 8 stk. Land Rover blöð.

Hvað drekkurðu marga kaffibolla á dag?

Þó að ég sé geggjaður að gera við kaffivélar og selja kaffi þá finnst mér þetta ódrekkandi viðbjóður.

Hver er draumaborgin til að ferðast til?

Langar að fara til Los Angeles.

Hvað ætlarðu að gera á næstunni?

Halda áfram að lifa lífinu og nota hvern einasta dag til að bæta mig og verða betri í öllu sem ég ætla mér. Jafnframt ætla ég að sinna skólanum vel og taka grimmt á því í ræktinni og negla markmiðin mín svo ég geti sett þau enn hærra. Svo er það Tenerife um jólin með kæró – hlakka mikið til þess.

Exit mobile version