Site icon Fitness.is

Karlar hugsa oftar um kynlíf en konur

hlaup_skokkariÞví er stundum slegið fram í umræðu um mátulega vandaðar rannsóknir að meðalkarlmaður hugsi um kynlíf á sjö sekúndna fresti. Ef þetta væri rétt hugsar meðalkarlmaður 8000 sinnum á dag um kynlíf og hugsar þar af leiðandi fátt annað. Vandaðri rannsókn sem gerð var við Ríkisháskólann í Ohio sýndi fram á að meðal karlmaður hugsar einungis 19 sinnum á dag um kynlíf á meðan meðalkona hugsar 10 sinnum á dag um kynlíf. Karlar hugsa reyndar líka oftar um mat og svefn en konur eða 18 sinnum en konur 11 sinnum. Þeir sem hafa gott sjálfsálit varðandi kynlíf hugsa sömuleiðis oftar en aðrir um kynlíf. Samtals tóku um 300 ungir karlar og konur þátt í rannsókninni sem fór í saumana á hugsunum þeirra um kynlíf, mat og svefn.

(Eurek-Alert!, 28. Nóvember 2011)

Exit mobile version