Site icon Fitness.is

Íþróttakennaranám á háskólastigi

Erlingur Jóhannsson, skólastjóri: Næsta haust mun Íþróttakennaraskólinn á Laugavatni bæta við þriðja árinu í íþróttakennaranáminu. Vægi hefðbundinna íþróttafræða hefur ekki aukist en námið hefur breikkað verulega. Heilsufræði, heilsurækt, forvarnir, vinnuvistfræði og þjálfunarfræði hefur aukist þar á móti. Með þessu er verið að taka mið af starfsgrundvelli komandi íþróttakennara. Þeir starfa víðar en í grunnskólum og barnaskólum. Við sjáum fyrir okkur þá þróun að ef ætlunin hjá heilsuræktarstöðvum er að selja fólki aðgang að heilsuræktarstöðvum, þarf að bjóða upp á vel menntað fólk þar. Best menntaða fólkið til þess kemur úr Íþróttakennaraháskólanum á Laugavatni, ekki bara hér á landi, heldur á norðurlöndum. Við leggjum mikla áherslu á að mæta þeim áherslum sem íþróttakennarar standa frammi fyrir í dag. Á þessu þriðja ári bætist við sérhæfing á sviði þjálfunar og heilsuræktar með það í huga að bæta menntun þjálfara og leiðbeinenda. Hin sérhæfingin á þriðja árinu er á sviði tómstunda og félagsmála. Þar er reynt að koma á móts við auknar þarfir fyrir íþróttakennara sem starfa við heilsdagsskóla. Þeir sem þegar hafa útskrifast frá Íþróttakennaraskólanum koma til með að geta bætt við sig þriðja árinu með endurmenntun í fjarnámi.

Exit mobile version