Site icon Fitness.is

Insúlínviðnám alvarlegt heilbrigðisvandamál

Insúlínviðnám er heilbrigðisvandamál sem á eftir að kosta heilbrigðiskerfið miklar fjárhæðir í framtíðinni. Fólk sem hreyfir sig lítið, borðar mikið af einföldum sykri og fituríkar fæðutegundir myndar insúlínviðnám og þessu fólki fer hratt fjölgandi. Þessi lífsstíll eykur Insúlín í blóðrásinni, blóðþrýsting, blóðfitu, kekkjamyndun í blóði og eykur fitusöfnun á magasvæðinu. Eins og það sé ekki nóg, þá er þetta heilbrigðisvandamál einnig tengt við orkuskort, kynlífsvandamál og leiðir að lokum til hjartasjúkdóma og nokkurra tegunda krabbameins. Í rannsókn sem staðið hefur í 10 ár við Harvard læknaháskólann hefur komið í ljós að þeir sem borða mikið af mjólkurafurðum eru ekki jafn líklegir og aðrir til að mynda insúlínviðnám eða fá tegund tvö af sykursýki og hjartasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar þykja benda til þess að fitulítil mjólk sé góð uppspretta fyrir prótín og geti þegar upp er staðið komið í veg fyrir alvarlega heilbrigðissjúkdóma.


Heimild: J. Amer. Med. Assoc., 287: 2081-2089, 2002 

Exit mobile version