Site icon Fitness.is

Fyrsta róðrakeppnin innanhúss um helgina

Haldin verður róðrakeppni á Concept2 róðravélum á laugardaginn kl 15.00 í Íþróttahöllinni á Akureyri. Fyrirmynd þessarar keppni er sótt til Bretlands þar sem 2.700 keppendur voru á síðustu svona keppni sem er fjölmennasta íþróttakeppni sem haldin hefur verið innanhúss.Ekki er nú gert ráð fyrir að keppendafjöldi um næstu helgi fari í námunda við það sem hann gerir í Bretlandi, en möguleikar þessarar keppni eru miklir hérlendis. Keppt verður í 2000 m og 500 m róðri í karla og kvennaflokki en til að byrja með verður ekki skipt niður í aldursflokka eins og gert er í Bretlandi. Fjölmargir aldursflokkar eru í bresku keppninni enda hlaupa þeir á fimm ára aldursbili og eru skráð met hjá rúmlega níræðum keppendum. Það góða við Concept2 vélarnar er að auðvelt er að mæla árangurinn, hægt að tengja vélarnar við tölvur og jafnvel keppa í beinni útsendingu á Internetinu.

Exit mobile version