Site icon Fitness.is

Er umskurður áhættunnar virði?

Umskurður hefur í gegnum tíðina helst tengst ákveðnum trúarbrögðum og löndum. Fram að 1960 var umskurður afar algengur í Bandaríkjunum en eftir það þykir hann ekki jafn sjálfsagður, sérstaklega ekki eftir að samtök barnalækna mæltu gegn honum 1999. Nokkrar rannsóknir hafa bent til að umskurður minnki líkur á þvagrásarsýkingum, alnæmi og krabbameini í lim. Í kjölfa þessara niðurstaðna hafa samtök barnalækna breytt afstöðu sinni og viðurkennt kosti umskurðar. Þeir sem helst gagnrýna umskurð í dag halda því fram að umskurður geti dregið úr virku kynlífi þegar á fullorðinsár er komið og að hann dragi úr næmni limsins. Börn sem eru umskorin eftir 7 ára aldur eru í aukinni hættu gagnvart ótímabæru sáðláti og reynast síður njóta kynlífs þegar þau fullorðnast.

(Wall Street Journal, 17. júní 2013)

Exit mobile version