Site icon Fitness.is

Er lágkolvetnafæði að henta fólki með sykursýki?

Beautiful fat woman demonstrating weight loss phase. Comparison before and after weight loss.

Sykursýki er alvarlegur sjúkdómur sem hefur þau áhrif á líkamann að sykurmagn í blóðinu er meira en eðlilegt getur talist. Blóðsykurstjórnun líkamans er ferli sem stjórnast af ýmsum þáttum. Kolvetni í mataræðinu brotna niður í sykur sem er mikilvægt brennsluefni fyrir líkamann, fer út í blóðrásina og kallast eftir það blóðsykur. Til þess að hann nýtist eðlilega sem orkugjafi þarf hann að komast inn í frumurnar.

Lykillinn að frumunum er insúlínhormóntið sem framleitt er í briskirtlinum. Ef briskirtillinn framleiðir ekki eðlilegt magn af insúlíni hækkar blóðsykurinn óeðlilega mikið og niðurstaðan er insúlínháð sykursýki. Ef briskirtillinn framleiðir hinsvegar nægt insúlín en það kemst ekki inn í frumurnar er um að ræða insúlínóháða sykursýki. Einnig er til í dæminu að um sé að ræða blöndu beggja.
Of mikill blóðsykur skemmir æðar í taugakerfinu, nýrun, augun og hjartað sem hefur stóraukna hættu í för með sér á hjartaslagi, heilablóðfalli, nýrnasjúkdómum blindu og missi útlima.

Sérfræðingar hafa rifist um bestu leiðina til að takast á við þennan alvarlega sjúkdóm. Undanfarið hafa sumir mælt með lágkolvetnamataræði vegna minni sykurs í blóðrásinni eftir slíkar máltíðir. Því miður eru litlar sem engar rannsóknir sem styðja við þá kenningu og hafa ber í huga að fólk á mjög erfitt með að tileinka sér kolvetnalágt eða kolvetnalaust mataræði. Besta leiðin til að takast á við blóðsykurstjórnun er að léttast eins og komið hefur fram í fjölda rannsókna.
(The New York Times)

Exit mobile version