Þegar bólfarir eru annars vegar eiga konur auðvelt með að þykjast fá fullnægingu, en karlmenn koma til dyrana eins og þeir eru klæddir.
Konur eru á margan hátt mun flóknari sköpunarverk en karlmenn. Nú þykjast vísindamenn hinsvegar hafa fundið áreiðanlega leið til þess að vita hvort konur leika fullnægingu eða hvort um alvöru fullnægingu sé að ræða. Roy Levine er vísindamaður sem starfar við sérstæða stofnun í Yorkshire í Bretlandi sem sinnir sálfræðirannsóknum varðandi kynlíf. Þar á bæ hafa menn komist að því að tvö atriði eru einkennandi fyrir ekta fullnægingu hjá konum. Annars vegar er það púlsinn og hinsvegar samdráttur í endaþarmsvöðvunum sem er meiri eftir því sem fullnægingin vex.
Ekki er ólíklegt að sumir karlmenn velti fyrir sér hvernig heimfæra megi niðurstöður þessara undarlegu rannsókna á raunveruleikann. Auðvelt er að mæla hjartsláttinn með því að fá ástina til þess að setja á sig púlsmæli á meðan ástarleik stendur. Ef hjartslátturinn fer ekki yfir 100 slög á mínútu er líklegt að hún sé að þykjast fá fullnægingu. Hitt atriðið, að mæla samdrátt í endaþarmsvöðva er ekki jafn einfalt í framkvæmd og er lesendum eftirlátið að nota ímyndunaraflið.
(Archives Sexual Behaviour, 37:855, 2008)