Nú hafa um 162 keppendur skráð sig til keppni á Þrekmeistaramótinu sem haldið verður laugardaginn 30. apríl í Íþróttahöllinni á Akureyri. Á síðasta móti var þátttökumet slegið þegar 142 keppendur mættu til leiks en nú er ljóst að mikið þarf að gerast til þess að það met verði ekki slegið.Flestir þátttakendur eru að keppa í liðakeppninni en alls eru 18 kvennalið og 6 karlalið skráð í liðakeppnina en 24 konur og 18 karlar í einstaklingskeppnina. Óhætt er að segja að keppendur komi víða að þar sem þeir koma frá 16 sveitarfélögum víðsvegar um landið og alls 19 mismunandi æfingastöðvum. Keppnin hefst á laugardaginn kl 13.00 í íþróttahöllinni á Akureyri.
Íslandsmet | 2005 |
Karlar opinn flokkur | 16:56:84 |
Konur opinn flokkur | 19:24:07 |
Karlar eldri en 39 | 19:35:00 |
Konur eldri en 39 | 21:08:46 |
Liðakeppni opinn flokkur karlar | 14:18:49 |
Liðakeppni opinn flokkur konur | 16:40:27 |
Liðakeppni karlar eldri en 39 | 16:16:78 |
Liðakeppni konur eldri en 39 | 17.59.00 |
Smelltu hér til að fara í skráningar.
Smelltu hér til að skoða handbók Þrekmeistarans
Smelltu hér til að sækja PDF skjal með yfirliti keppnisgreina