Sykur2Á vef Lýðheilsustofnunar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við þá umfjöllun sem átti sér stað um sykur í Kastljósþætti sem sýndur var 13. mars sl. Lýðheilsustöð telur að umræða um sykurneyslu, sem fram hefur farið í tveimur Kastljósþáttum að undanförnu sé villandi því í þeirri fyrri, þann 8. mars, snérist umræðan um það hvort sykur sé eitur en í Kastljósþætti þann 13. mars snerist umræðan um það hvort OF MIKILL sykur væri hættulegur.

Í Kastljósþætti 13. mars, var vísað til umræðunnar frá 8. mars. Lýðheilsustöð og manneldisráð telja óhóflega sykurneyslu slæma og hafa hvatt til þess lengi að að landsmenn neyti mun minna sykurs en raunin er. Aftur á móti telur Lýðheilsustöð það ekki rétta leið að hræða fólk, m.a. með því að tala um sykur sem eitur og sem eina orsakavald ofþyngdar og/eða annarra lífsstílstengdra sjúkdóma. Hann á þarna aftur á móti sinn þátt, ásamt mörgu öðru.

Lýðheilsustöð hvetur til þess að ekki verði búinn til ágreiningur um þetta mál, sem í raun er ekki til staðar, enda snýst málið frá stöðinni séð um að vara við öfgum og fullyrðingum, sem jafnvel geta ekki staðist. Viðtal við erlendan sérfræðing Í Kastljósþættinum 13. mars var viðtal við erlendan sérfræðing, dr. Jeffrey Bland, sem orðrétt var kynntur til sögunnar: ,,sem er doktor í lífefnafræði og næringarfræði og þekktur um allan heim á sviði næringarfræði og hefur leitt fjölda rannsókna og skrifað bækur um áhrif mataræðis á líkamsstarfsemina.“ Lýðheilsustöð vill koma því á framfæri að þessi sérfræðingur er umdeildur, eins og lesa má m.a. á eftirfarandi heimasíðum: http://www.quackwatch.org/04ConsumerEducation/bland.html Varðandi frekara fræðsluefni um sykurneyslu bendir Lýðheilsustöðin á efni á heimasíðu sinni. www.lydheilsustod.is/frettir/afstofnuninni/nr/1614