Fat man drinking a jar of beerTilhneiging er til að sjá samhengi á milli áfengisdrykkju og bjórbumbu. Hreint alkóhól inniheldur 7,5 hitaeiningar í gramminu sem er litlu minna en hrein fita sem inniheldur 9 hitaeiningar í gramminu. Það er því ekki undarlegt að menn sjái samhengi á milli offitu og áfengisdrykkju, sérstaklega bjórvambar og bjórdrykkju. Áfengi dregur úr virkni lípasa-ensímsins sem gegnir því hlutverki að nýta fitu sem orkugjafa. Danskir vísindamenn sem endurskoðuðu áður birtar rannsóknir komust að þeirri niðurstöðu að hófleg bjórdrykkja hafði lítið með aukna kviðfitu að gera, en þeir sem drukku mikið af bjór höfðu hinsvegar ríka tilhneygingu til að safna á sig bumbu. Með safngreiningaraðferðum gátu vísindamennirnir dregið saman niðurstöður margra rannsókna sem beindust að áhrifum bjórdrykkju og niðurstaðan var þessi.

(Nutritional Reviews, vefútgáfa 13. desember 2012)