Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur sent frá sér neytendaviðvörun vegna megrunar-bætiefna sem innihalda sibutramín og phenolphthalein. Sibutramín var áður selt undir heitinu Meridia en var tekið af markaði í Bandaríkjunum, Evrópu og flestum löndum Asíu vegna aukinnar áhættu gagnvart hjartaslagi og heilablóðfalli. Phenolphtalein hefur verið notað sem hægðalosandi efni en Matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur nú flokkað það sem hugsanlega hættulegt. Þeir sem hafa verið að nota þessi efni ættu að hafa samband við lækni ef þeir hafa fundið fyrir einhverjum aukaverkunum.
(consumerlab.com, 2. apríl 2014)