Íslandsmótið í fitness og vaxtarrækt 2013Nafn: Alfreð Pálsson
Fæðingarár: 1973
Bæjarfélag: Akureyri
Hæð: 174
Þyngd: 90
Keppnisflokkur: Vaxtarrækt karla að og með 90 kg
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/alfred.palsson?ref=tn_tnmn
Atvinna eða skóli: Framkvæmdastjóri hjá Eldfjallabrugg ehf

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Ég er búinn að vera æfa hjá Sigurði Gestssyni síðan 1990. Eftir að æfingafélagi minn Gauti Már Rúnarsson fór að keppa þá fór ég að spá í þessu. Síðan komu þeir félagar Siggi og Gauti mér í þetta

Keppnisferill:

Íslandsmót 1997, -90kg flokkur, 3. sæti
Íslandsmót 1998, -90kg flokkur, 3. sæti
Íslandsmót 2005, -90kg flokkur, 2. sæti
Íslandsmót 2007, -90kg flokkur, 1.sæti
Oslo Grand Prix 2007, -90kg flokkur, 6. sæti
Íslandsmót 2010, -90kg flokkur, 1.sæti
Reykjavík Grand Prix 2010, -90kg flokkur, 1.sæti
Íslandsmót 2013, +40 flokkur, 1.sæti
EM í Santa Susana 2013, -90kg flokkur, 7.sæti

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Fitnessverslun á Akureyri og Monsta Clothing Iceland

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?:

Ég skipti vikunni í 3 hluta. Æfi annars vega brjóst og bak, svo handleggi og axlir, og síðan fætur. Þessu rúlla ég 5 daga vikunnar, eða alla virka daga. Svo byrja ég aftur á mánudegi í vikunni eftir þar sem frá var horfið.
Ég er að æfa mest megnis 4 x 10, og held því nánast alveg fram að móti. Helstu breytingar sem verða á æfingum mínum fyrir mót eru þær að ég fer að taka cardioæfingar 1x á dag, alla daga helst.

Hvernig er mataræðið?

Í niðurskurði eru þetta egg, kjöt, fistkur og salat sem eru aðallega á boðstólnum. Er að keyra á ca 1600 – 1800 he.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

Glutamine

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Þau bætiefni sem ég tek eru langvirkt prótein kvölds og morgna ca 56gr í skipti, glutamine á morgnana, kvöldin og eftir æfingar (5 gr.). Creatine eftir æfingar 5gr. Einnig nota ég CLA á morgnana, í kaffinu og á kvöldin. Svo tek ég tímabil á pre-workout drykkjum

Seturðu þér markmið?

Mitt aðal markmið er það að líða sem best í egin skinni, og það er aðal ástæðan fyrir því að ég sé að æfa, einnig það að ég hef bara gaman af því.
En þegar að kemur að keppni, þá er bara eitt markmið sett…. það er að vinna.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Súperhúkkan mín og þjálfari hann Sigurður Gestsson, og svo lemur konan mín mig áfram þess á milli

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Kai Greene

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Allir þeir sem ég vinn…. þoli ekki þá sem ég tapa fyrir hehe. En annars á ég engan uppáhalds þannig. Hef bara rosalega gaman af að horfa á alla þessa flottu stráka og konur sem eru að leggja allt þetta á sig sem þarf til að keppa og ber mikla virðingu fyrir þeim.
Ef ég á að nefna eitt nafn á manni sem er að keppa í dag, þá dettur mér fyrst í hug Gauti Már Rúnarsson

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Allt með Skálmöld, ekkert annað

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Halda fókus og stöðugleika og hafa gaman af því sem þú ert að gera. Án þess gerist ekkert af viti