Tvö Íslandsmet féllu á Þrekmeistaramóti sem lauk í gær á Akureyri. Harpa Hlín Jónsdóttir frá Ólafsfirði bætti metið í opnum flokki kvenna um rúma mínútu á tímanum 20.01 mín og liðsmenn Nöldurs og Naggs frá Akureyri bættu metið í liðakeppni karla um 27 sek á tímanum 14.18 mín
.
Í opnum flokki karla sigraði Will Whitmore frá Bretlandi á tímanum 17.09 mín sem er 8 sekúndum frá Íslandsmetinu. Í flokki karla eldri en 39 ára sigraði bretinn Phil McConnell á tímanum 20.11 mín.
Í liðakeppni kvenna sigruðu Kiðlingarnir frá Ólafsfirði á tímanum 16.49 mín, en þær vantaði einungis 8 sekúndur til þess að bæta eigið Íslandsmet. Blandað lið Íslendinga og Breta sem fékk nafnið Svik og Prettir náði besta tímanum í liðakeppni karla eða 14.04 mín, en þar sem liðið var fjölþjóðlegt fæst tíminn ekki skráður sem Íslandsmet.

Alls voru 81 keppandi frá 13 æfingastöðvum víðsvegar um allt land sem tók þátt í Þrekmeistaranum.
Myndir og millitímar koma síðar í kvöld á fitness.is
Úrslitin í heild er að finna hérna.

Millitímar eru hérna.