Á laugardag kl 13.00 verður haldið Þrekmeistaramót í Íþróttahöllinni á Akureyri. Fjöldi keppenda eru skráðir til leiks og er búist við hátt í 100 keppendum á mótið. Tveir erlendir keppendur munu taka þátt í keppninni í karlaflokki að þessu sinni, enda mótið opið öllum. Eru þar á ferðinni tveir breskir keppendur í flokki eldri og yngri karla sem hafa keppt í sambærilegum keppnum erlendis.
Í Þrekmeistaranum er keppt í tíu æfingum í kappi við klukkuna og reynir keppnin því tvímælalaust til hins ítrasta á þol og styrk keppenda.

Áhorfendur eru hvattir til að fylgjast með keppninni í Íþróttahöllinni á laugardaginn en búast má við hörkukeppni. Á síðasta móti voru Íslandsmetin bætt í öllum flokkum og spennandi verður að sjá hvort keppendum tekst að bæta einhver met að þessu sinni.

Dagskráin sem hefst kl 13.00 er eftirfarandi:
1. Einstaklingsflokkur kvenna
2. Einstaklingsflokkkur karla
3. Liðakeppni kvenna
4. Liðakeppni karla
Hægt er að lesa allt um keppnisgreinarnar með því að smella hérna. (1 mb)
og einnig er hægt að nálgast Handbók Þrekmeistarans á Adobe Acrobat formi með því að smella hérna. (Ath: 5,4 mb)