Maður sem sefur minna en sjö tíma að nóttu er þrisvar sinnum líklegri en sá sem fær nægan svefn til þess að fá kvef. Gæði og lengd svefns hefur mikið að segja fyrir ónæmiskerfi líkamans. Svefnleysi eykur verulega líkur á kvefi og flensu.Vísindamenn við Carnegie Melon Háskólann í Bandaríkjunum komust ennfremur að því að ef sofið var illa gat hættan á kvefi miðað við aðra sem fengu eðlilegan svefn aukist um 550%. Úrtak rannsóknarinnar voru 153 heilbrigðir einstaklingar. Svefnvenjur voru rannsakaðar í tvær vikur og að þeim loknum voru þátttakendur í rannsókninni einangraðir og gefið nefdropar sem innihéldu kvefvírus. Síðan var fylgst með því hvernig mótefnakerfið barðist við kvefvírusinn. Augljóst var að þeir sem sváfu lengur og betur sýndu miklu meiri mótstöðu gegn kvefinu en hinir sem sváfu ekki eins vel og lengi.
Mótefnakerfi líkamans er mikilvægt fyrir íþróttamenn eins og aðra. Kvef eða pest getur hamlað árangri og komið í veg fyrir æfingar rétt eins og fótbrot eða önnur meiðsli.
(Archives Internal Medicine, 169: 62-67, 2009)