woman runningÞað eru fá æfingakerfi sem auka hreysti jafn hratt og þau sem byggjast á skorpuæfingum (HIIT). Er þá tekin röð erfiðra stuttra æfinga með stuttum hvíldum inn á milli. Kanadískir vísindamenn hafa sýnt fram á að sex æfingalotur sem byggðust á skorpuæfingum á þrekhjóli juku súrefnisupptöku vöðva um 50%, vöðvaglýkógen um 20% og þol á þrekhjóli um 100%. Hópurinn sem náði þessum áberandi góða árangri náðu honum með einungis 15 mínútna æfingum daglega á þrekhjóli á tveimur vikum. Hver æfing samanstóð af fjórum til sjö endurtekningum á 30 sekúndna sprettum í hámarksáreynslu með hléum. Í framhaldinu hafa fleiri rannsóknir sýnt fram á mikilvægi átakaæfinga umfram annarra til þess að byggja upp þol og brenna fitu.
(Strength and Conditioning Journal, 35 (5): 41-42, 2013)