KRAFTUR OG SÚREFNISUPPTAKA MINNKAR HJÁ ÍÞRÓTTAMÖNNUM Á KETÓGENÍSKU MATARÆÐI

Ketógenískt mataræði inniheldur minna en 10% orkuefnanna úr kolvetnum. Meira en 60% orkunnar kemur úr fitu. Undanfarin ár hefur þetta mataræði náð vinsældum meðal fólks sem er að reyna að léttast.

Heilinn notar aðallega glúkósa (sykur) sem orku en hann getur líka notað ketóna og laktat. Lifrin framleiðir ketóna þegar skortur er á kolvetnum og hitaeiningum í mataræðinu til að tryggja heilanum næga orku. Við niðurbrot fitu myndast ketónar úr fitusýrum í kjölfar lítillar neyslu á kolvetnum og hitaeiningum.

Samkvæmt rannsókn sem Paul Urbain og félagar gerðu við Háskólann í Freiburg í Þýskalandi hentar ketógenískt mataræði ekki íþróttamönnum. Í rannsókninni voru fjörutíu og tveir fullorðnir einstaklingar á fituríku, kolvetnalágu en orkuríku mataræði. Rannsóknin stóð í sex vikur. Þeir léttust um eitt kíló af fitu og eitt kíló af hreinum vöðvamassa. Blóðsykurstjórnun batnaði. Hinsvegar minnkaði hámarks súrefnisupptaka og kraftur. Efnaskiptum kólesteróls hrakaði.

Þeir félagar komust því að þeirri niðurstöðu að ketógenískt mataræði hentaði ekki íþróttamönnum vegna neikvæðra áhrifa á hreysti og hreinan vöðvamassa.
(Nutrition and Metabolism, 14: 17, 2017)