Hár-iðnaðurinn veltir miklum upphæðum því fólk vill fórna miklu fyrir fallegt, hár, augabrúnir og augnhár. Eitt heitasta æðið í dag í vestrinu er ný vara sem kallast Latisse og er ætlað til þess að þykkja og bæta augnháravöxt. Nokkuð sem konur eru til í að gefa mikið fyrir. Það var leikkonan Booke Shields sem gerði þetta vinsælt í kjölfar þess að hún ljóstraði því upp að hún væri að nota Latisse. Hér á landi er Latisse líklega lyfsseðilsskylt lyf og fæst því ekki nema gegn framvísun frá lækni.

Karlmenn sem eru að fá skalla nota sumir Latisse til þess að þykkja hárvöxt. Þetta vinsæla efni vestra endurnýjar ekki hárvöxt sem er farinn veg allrar veraldar, en þykkir hinsvegar þann hárvöxt sem fyrir er.

Fleiri hár-meðferðir eru sjáanlegar í náinni framtíð ef horft er til þess hvað vísindamenn eru að fást við víða um heim í dag. Vísindamenn halda því fram að líklegt sé að innan 10 ára verði hægt að „lækna“ skalla með hár-klónun. Klónunartæknin þykir lofa góðu fyrir framtíðina en þangað til reyna menn að nota hinar ýmsu aðferðir með misgóðum árangri – ef nokkrum. Hægt er að fá svokallaða hár-ígræðslu sem oftar en ekki virkar ekki sérlega eðlileg og í boði eru hin ýmsu töframeðul sem flest eiga það sameiginleg að lofa nýjum hárvexti án þess að nokkuð sé til í því. Þeir sem eru orðnir hálf-sköllóttir geta líka gripið rakvélina og látið allt hárið fjúka. Mörgum konum þykir vel rakaður skalli töff.

(The New York Times, 6. Maí 2011)