Bikarmóti IFBB í fitness sem haldið var í Austurbæjarbíói lauk í gærkvöldi með sigri Sigurbjörns Guðmundssonar í karlaflokki. Hörð keppni var á milli Sigurbjörns og Kristjáns Samúelssonar sem hafnaði í öðru sæti. Í kvennaflokki var keppt í tveimur flokkum og sigruðu Anna Margrét Ólafsdóttir og Hólmdís Benediktsdóttir í sínum flokkum. Að þessu sinni var keppt í sex þrautum sem hver um sig reyndi til hins ítrasta á líkamsform keppenda og var mál manna að erfiðari keppni í fitness hefði ekki verið haldin. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir frammistöðu í þrautunum og í karlaflokki sigraði Sigurbjörn Guðmundsson, Kristján Samúelsson varð annar og Einar Ólafur Einarsson varð þriðji. Í þrautum í kvennaflokki sigraði Anna Margrét Ólafsdóttir, Una Dóra Þorbjörnsdóttir varð önnur og Hanna Dögg Maronsdóttir varð þriðja.

Sigurbjörn Ingi Guðmundsson