Samkvæmt safngreiningarrannsókn sem náði til 50.000 karlmanna aukast líkurnar á risvandamálum í takt við fjölda sígaretta og árafjölda sem reykt er. Það voru vísindamenn við Tongji Læknisfræðiháskólann í Kína sem komust að því að reykingamagn hefur áhrif á risvandamál. Ekkert bendir til að karlmenn venjist eða aðlagist neikvæðum áhrifum reykinga. Eftir því sem reykingar aukast, aukast risvandamálin. Hin svala ímynd reykingamannsins er á hröðu undanhaldi. Eitt sinn þótti það jafnvel sexí og svalt að reykja en sannleikurinn er sá að því meira sem karlmenn reykja því líklegra er að þeir hreinlega nái honum ekki upp til þess að stunda kynlíf.
(Journal of Sexual Medicine, 11: 2376-2384, 2014)