Það hefur ekki farið framhjá neinum að framboðið af ýmsum prótíndrykkjum og stykkjum er ríkulegt þessa dagana. Þessir drykkir eru vel til þess fallnir að koma í stað einstaka máltíða yfir daginn.

Rétt eins og með svo margt í lífinu er það best í hófi. Tilgangurinn með prótíndrykkjum eða stykkjum er ekki að koma í staðinn fyrir allar máltíðir dagsins, heldur öllu frekar að leysa af millimáltíðir eða einstaka hádegismat. Drykkirnir kosta sitt, en sama má segja um máltíðirnar sem þeir koma í staðinn fyrir. Veltan í bætiefnaiðnaðinum hefur farið vaxandi eins og flestum er kunnugt en það er ekki endilega vegna aukinnar notkunar hvers einstaklings, heldur fjölgunar þeirra einstaklinga sem taka bætiefni. Margt bendir til þess að eitt af því sem fólk sér bætiefnum og þá ekki síst þessum prótíndrykkjum til tekna er að þeir innihalda ekki bara næringu og vítamín sem seðja vel, heldur líka það að við það að drekka einn til tvo drykki á dag er verið að minna sig á að gæta sín í mataræðinu. Þessi áminning virkar sem dagleg áminning þess að halda sig frá skyndibitunum, velja rétt fæði og halda sig við það markmið sem stefnt er að.