FeitKonaUndanfarið hafa sjónvarpsþættirnir “The Biggest Loser” náð vinsældum þar sem þátttakendur keppast um að léttast sem mest á milli vikulegra þátta. Dæmi eru um að sigurvegari sem var 117 kg í upphafi keppninnar hafi endað í 47 kg og því lést um 60% líkamsþyngdarinnar.
Aukaverkanir vegna mikillar léttingar eru fjölmargar. Samkvæmt endurskoðun rannsókna sem Garret Fletcher frá Ástralíu gerði geta aukaverkanir falist í ofþornun, andlegri þreytu, svefnsýki, ógleði, uppköstum, sjúkdómum og jafnvel sjúkrahúsvist sem endar með andláti. Mikil létting hefur áhrif á þyngd líffæra. Mikilvæg líffæri eins og hjartað, lifur og nýru þola ekki endilega miklar þyngdarsveiflur sem getur verið lífshættulegt.
Fólkið sem tekur þátt í áðurnefndum raunveruleikaþáttum er ekki dæmigert fyrir almenning né fyrirmynd. Í ákveðinn tíma tileinkar það líf sitt því markmiði að léttast sem mest fyrir tilstuðlan sveltis og ofþjálfunar. Almennt getur fólk ekki aðlagast slíku lífi til lengri tíma. Í flestum tilfellum þyngist fólk aftur og afleiðingarnar á heilsuna geta verið alvarlegar.
(Strength Conditioning Journal, 36 (2): 46-48, 2014)