NordicChampionships_GH47806Leyndardómar nýmyndunar prótína voru fyrir skemmstu afhjúpaðir á vissan hátt með því að nota geislavirk sporefni, segulómmyndun og sneiðmyndatöku. Vöðvafrumur fara í einskonar ofurdrif til þess að búa til ný prótín í kjölfar prótín- og amínósýruríkra máltíða. Levsin (leucine) amínósýran er mikilvæg fyrir nýmyndun prótína í vöðvum. Hún virkjar svokallað mTOR efnaskiptaferli sem kemur af stað vöðvastækkun og er undirstaða nýmyndunar prótína. Með því að taka mysu- og levsinbætiefni samhliða erfiðum styrktaræfingum er hægt að hámarka nýmyndun prótína og koma í veg fyrir vöðvarýrnun.
(Nutrition, vefútgáfa 10. janúar 2014)