proteinshakeSamkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna við Háskólann í Auckland á Nýja Sjálandi er nýmyndunarferli vöðva lengra þegar menn hafa borðað mysuprótín í samanburði við sojaprótín. Tilraunin fólst í að 60-75 ára karlmenn fengu 30 g af annað hvort mysu- eða sojaprótíni og P70S6 kínasi var mældur til að meta nýmyndun vöðva. Nýmyndunin stóð í allt að tvo klukkutíma í kjölfar sojaprótínsins en í fjórar klukkustundir í kjölfar mysuprótínsins. Vöðvarýrnun er alvarlegt vandamál meðal aldraðra vegna þess að hún leiðir til hreyfingaleysis, minni beinþéttni og óskilvirkari blóðsykurefnaskipta. Þannig tapast lífsgæði sem eru öldruðu fólki mikilvæg. 30 g á dag af mysuprótíni vinnur gegn vöðvarýrnun hjá öldruðum.
(Journal International Society Sports Nutrition, 12:6, 2015)