MadursixpackVöðvarýrnun meðal aldraðra er vel þekkt. Vöðvarýrnun veldur smátt og smátt minni lífsgæðum og kemur á endanum niður á hreyfigetu. Vel þekkt er að æfingar og prótínríkar máltíðir hjálpa við að halda í vöðvamassann og best er þegar æfingar og prótín fara saman. Nokkrar rannsóknir sem gerðar hafa verið við McMaster Háskólann í Kanada hafa sýnt fram á að nýmyndun prótína eykst verulega í kjölfar neyslu mysuprótíns. Í samanburðarrannsókn á sojaprótíni og mysuprótíni sem kynnt var nýlega kom fram að sojaprótín hafði minni áhrif á nýmyndun prótína en mysuprótín í hvíld eða eftir æfingar.
Vísindamennirnir komu fram með þá tilgátu að sojaprótínið innihéldi minna af leucine sem er amínósýra sem ræsir nýmyndun prótína í frumunum.
(Nutrition & Metabolism, 14. júní 2012)