Viðtal við Sif Garðarsdóttur

Yfirleitt þegar ég undirbý mig fyrir mót er ég sex vikur að því, en núna er ég búin að taka 9 vikur. Það fyrsta sem ég fjarlægi úr mataræðinu er brauð og feitar eða sætar mjólkurafurðir, sykur og hveitiafurðir. Ég borða á bilinu 1500-1800 hitaeiningar á dag og geri matseðil fyrir vikuna. Í æfingunum breyti ég ekki miklu. Ég tek yfirleitt 20 endurtekningar hverja æfingu með lóðum og held mig við það. Helstu æfingarnar sem ég stunda eru hlaup, skíðavélar og síðan tækjaæfingar. Ég fer aldrei í þolfimi eða slíka tíma.

Æfi þrisvar á dag

Fyrir keppnina tek ég kolvetnahleðslu ef þess þykir þörf. Það fer eftir því hvernig formið er. Yfirleitt passa ég mig á því að hafa nóg af kolvetnum í mataræðinu vegna þess að ég er þessa dagana að æfa þrisvar á dag. Heildar æfingar yfir daginn taka upp undir fimm tíma. Ég vakna klukkan sex á morgnana og tek klukkutíma brennslu í hlaupum og skíðavélum áður en ég fer að kenna. Á daginn æfi ég danslotuna, yfirleitt tvo tíma í senn og á kvöldin tek ég bæði tækja og brennsluæfingar. Það veitir því ekki af því að hafa næga orku.

Hef lært af mistökunum

Á morgnana kenni ég íþróttir í Fellaskóla og sinni einkaþjálfun eftir því sem tími vinnst til. Ég fór í FIA einkaþjálfaranámið og hef verið að sinna einkaþjálfun bæði fyrir og eftir það. Oftast þegar fólk kemur til mín í einkaþjálfun læt ég það lyfta þrisvar í viku og taka brennsluæfingar þrjá daga í viku. Annars fer það talsvert eftir því hvert markmiðið er. Ef ætlunin er að létta sig æfa þeir svona, auk þess sem þeir fá matseðil. Nú er verið að breyta fyrirkomulaginu hjá einkaþjálfurunum í World Class þannig að næringarfræðingur sér um að láta alla hafa matseðla og hefur líka umsjón með fræðslu um mataræði.Í mataræðinu er ég búin að læra talsvert af mistökunum. Hér áður fyrr borðaði ég alltof lítið þegar ég var að skera niður. Það eru líklega nokkuð algeng mistök, ekki síst hjá konum. Ég fór niður í það að borða einungis 400 hitaeiningar á dag. Það var hryllilegt og allt annað að skera niður á mataræði eins og ég er á í dag þar sem borðað er tiltölulega fjölbreitt fæði og tekinn lengri tími í að skera niður. Í dag borða ég sex sinnum á dag og ef ég er svöng áður en ég fer að sofa fæ ég mér hreint prótein. Ég er mjög sátt við mataræðið eins og það er núna og gæti vel hugsað mér að vera á því mun lengur. Síðan ég byrjaði á þessu mataræði hef ég bætt mig talsvert.

Einkalífið fyrir utan æfingarnar er ekki mikið. Það þarf mikinn aga til þess að æfa svona mikið eins og ég geri. Auðunn, kærastinn minn þekkir þó þennan heim vel þar sem hann æfir sjálfur mjög mikið. Hann er að fara að keppa í Japan á sama tíma og ég fer að keppa á Bikarmeistaramótinu í fitness 18 nóvember.

Fitnessfréttir vildu endilega fá uppáhalds uppskriftirnar hjá Sif og ekki stóð á því

Kjúklinga- og eggjahvítuhálfmáni

4-6 eggjahvítur1 eggjarauða100 g Kjúklingabringa50 g Hýðishrísgrjón200 g spergilkál, soðið100 g blómkál, soðið1. Kjúklingabringan er skorin niður í strimla og steikt á pönnu.2. Eggjahvíturnar og rauðan eru hrærð saman og steikt á pönnu.3. Þegar eggin eru orðin nánast gegnsteikt er kjúklingnum, grænmetinu og hrísgrjónunum bætt út á og látið malla í smá stund, eða þar til eggin eru gegnum steikt.4. Ommelettan er brotin saman í hálfmána og gott er að hafa með þessu tómatsósu sem er þá fitu og salt laus.__________________

Mjög oft í matinn hjá mér:150 g kjúklingabringa / rækjurSteikt á pönnu ásamt ýmsu grænmeti t.d. sveppir, paprika, púrrulaukur, hvítlauk og maís100 g hýðishrísgrjón eða heilhveiti pasta250 g soðið grænmeti.

Hafragrautur með döðlusósu50 g haframjöl300 ml vatnHaframjölið hrært saman við vatn, ekki látið sjóða.Kældur í ca 5 mín.

5 döðlur soðnar í vatni, látið sjóða í smá stund og vökvanum hellt yfir grautinn.Frábær morgunmatur