Kreatín er bætiefni sem virkar tvímælalaust vel á vöðvauppbyggingu og aukinn styrk. Breytileg lengd hvíldartíma á milli lota í æfingum hafði engin áhrif á vöðvauppbygginu eða styrk hjá ungum karlmönnum sem tóku kreatín. Vísindamenn frá Brasilíu og Bandaríkjunum skiptu mönnum upp í hópa og mátu gildi þess að hvíla mislengi á milli lota og þetta voru niðurstöðurnar hjá þeim sem tóku kreatín. Þeir sem tóku kreatín þurftu því að hvíla sig skemur en aðrir án þess að það kæmi niður á árangri. Mennirnir æfðu í átta vikur og hvíldu sig annað hvort í tvær mínútur eða fengu sífellt styttri hvíld eftir því sem á æfinguna leið. Æfingaálagið var hið sama hjá hópunum en árangurinn sá sami eins og áður sagði. Menn virðast því komast upp með að taka styttri hvíldir ef þeir taka kreatín án þess að það komi niður á árangri.

(Journal International Society Sports Nutrition 8: 17, 2011 vefútgáfa)