AdalheidurGudmundsdottir_BAG2926Á forsíðunni að þessu sinni er Aðalheiður Guðmundsdóttir keppandi í módelfitness. Við báðum hana að segja lesendum ögn frá sér.

Ég heiti Aðalheiður Guðmundsdóttir og er 22 ára gömul. Ég bý í Garðabæ ásamt fjölskyldu og kærasta. Ég útskrifaðist af Viðskipta- og hagfræðibraut frá Borgarholtsskóla, eftir það fór ég í Viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík en tók mér pásu og stefni á masterinn í viðskiptafræðinni. Í dag vinn ég í snyrtivörunni í Hagkaupum í Skeifunni. Ég keppti fyrst á Bikarmótinu 2014 og er búin að keppa þrisvar.

Hvernig er mataræðið hjá þér þegar þú ert að undirbúa þig fyrir mót?

Í niðurskurðinum borða ég mjög hreint og einhæft fæði. Fyrstu vikunar borða ég mikið af höfrum, kjúkling og eggjum. Í meðlæti eftir æfingar fæ ég mér svo yfirleitt kartöflur eða hrísgrjón til að fá kolvetni eftir æfingarnar. Þegar nær dregur að móti þá er mikið um hvítan fisk og eggjahvítur.
Það er mikilvægt að setja sér raunhæf markmið sem þú treystir þér að fara eftir, smám saman getur þú breytt markmiðunum þar sem að góðir hlutir gerast hægt. Einnig er mikilvægt að leita sér aðstoðar hjá fagfólki og skipuleggja sig vel.

FF1tbl2016_forsidaUppáhalds óholli maturinn þinn?

Dominos pítsa er í miklu uppáhaldi hjá mér þó svo að ég leyfi mér hana ekki oft. Annars stendur góður hamborgari alltaf fyrir sínu með smá ís í eftirrétt.

Uppáhalds holli maturinn þinn?

Kjúklingabringur með kartöflum og smá BBQ sósu verður fyrir valinu. Einnig hefur Nings staðið þétt við bakið á mér þegar ég hef verið niðurskurði og þykir mér virkilega gott að fara þangað.

Hvernig ertu að æfa fyrir mót og hversu oft í stuttu máli?

Ég æfi alltaf sex sinnum í viku bæði innan og utan keppnistímabils. Ég æfi þrisvar í viku hjá þjálfaranum mínum Konráði Val og þrisvar sjálf. Ég legg áherslu á margar endurtekningar og er dugleg að breyta til og prufa eitthvad nýtt. Ég tek ekki sérstakar brennsluæfingar heldur tek ég 15-20 mínutur eftir lyftingaræfingar.