proteinshakeNýverið var merkileg rannsókn gerð við Pennington Rannsóknarmiðstöðina í líftækni sem staðsett er í Baton Rouge í Lousiana. Það voru George Bray og félagar sem sýndu fram á að líkaminn reynir að viðhalda ákveðinni þyngd með því að breyta efnaskiptahraðanum þegar hann fær of mikla eða of litla næringu. Þeir félagar sýndu fram á að líkaminn brást við ofáti með aukinni orkueyðslu hjá þeim sem voru á prótínríku mataræði. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni fengu það skemmtilega hlutverk að borða 40% fleiri hitaeiningar en eðlilegt þótti í 56 daga. Orkueyðsla líkamans var talin stafa af prótínhlutfallinu í fæðunni en ekki umframhitaeiningunum. Eins og við var að búast þyngdust þeir sem tóku þátt í rannsókninni jafnt og þétt en ekki sáust vísbendingar um aðlögun á efnaskiptahraða líkamans.
(American Journal of Clinical Nutrition, 101: 496-505, 2015)