Rannsókn sem gerð var við Heilbrigðisvísindaskólann í Harvard bendir til að sáðfrumufjöldi sé lægri hjá þeim karlmönnum sem borða mikið unnið kjöt. Í samanburði við sæði karlmanna sem borða lítið af unnu kjöti var lögun og stærð sáðfrumnana einnig afbrigðilegri. Sæðisgæði eru nátengd frjósemi – eða getunni til að eignast börn. Vísindamennirnir fundu samband á milli betra sæðis og fiskneyslu. Töldu þeir ekki endilega samband á milli neyslu fitu eða mettaðra fitusýra og sæðisgæða og bentu á að rannsóknin sýni ekki fram á að neysla á miklu magni af unnu kjöti valdi frjósemisvandamálum. Rannsóknin sýni hinsvegar fram á að tengsl eru þar á milli – sem er ekki sami hluturinn.
(Epidemiology, 25:323-330, 2014)